Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 210 . mál.


Ed.

421. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Á fund nefndarinnar komu Ari Skúlason frá Alþýðusambandi Íslands, Hannes Sigurðsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands, Snorri Olsen, Maríanna Jónasdóttir og Bolli Þór Bollason frá fjármálaráðuneytinu, Ævar Ísberg og Steinþór Haraldsson frá embætti ríkisskattstjóra, Þórður Friðjónsson frá Þjóðhagsstofnun, Björn Ólafsson og Hilmar F. Thorarensen frá Sigtúnshópnum.
    Að beiðni nefndarinnar lagði hagdeild fjármálaráðuneytisins fram útreikninga þar sem saman er borið vaxtabótakerfið og núgildandi vaxtaafsláttarkerfi, en í nefndinni spunnust umræður um hvort kerfið kæmi betur út fyrir tekjulægri þjóðfélagshópana. Er sá útreikningur lagður fram sem fylgiskjal með nefndaráliti þessu.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum neðri deildar.

Alþingi, 20. des. 1989.



Guðmundur Ágústsson,


form., frsm.


Jóhann Einvarðsson,


fundaskr.


Skúli Alexandersson.


Eiður Guðnason.






Fylgiskjal.



(Texti er ekki til tölvutækur.)